ā
āAbout Erla Thórarinsdottir´s workā
Erla Þórarinsdóttir og Svavar Guðnason
ā
Litir augans / Colours of the eye
ā
Svavarssafn LISTASAFN — ART MUSEUM
3. júlí - 30. september 2021
Sýningarstjóri / Curator: Jón Proppé
ā
Þegar hún vaknaði fann hún fögnuð í sál sinni, sem var þvílíkur meðal tilfinninga, sem kvöldroði er meðal lita.
ā
Þessi setning er úr óbirtri smásögu eftir Guðmund Friðjónsson, skáld frá Sandi. Nú man ég ekki lengur hvaðan af landinu konan í sögunni átti að vera, en ef hún var frá Hornafirði hlýtur þessi fögnuður að hafa verið mikill því hvergi má sjá þvílíka litadýrð og þegar sumarsólin þar sest bak við jökulinn.
ā
Helsti listmálari Hornfirðinga, Svavar Guðnason, ólst upp í þessari birtu og þegar hann fór til að mennta sig í Kaupmannahöfn og kynntist ungum listamönnum þar, furðuðu þeir sig á litunum í málverkum hans. Þegar maður skoðar myndir hans er vissulega erfitt að skilja hvernig hægt er að láta alla þessa ólíku liti mynda heild. Útlendingar skrifuðu þetta á hugarflugið, enda þótti Svavar að sumu leyti sérstakur, en þegar Halldór Laxness skrifaði um vin sinn árið 1968 sagði hann afdráttarlaust að þetta væri list „sem á sér sinn raunsæislega uppruna í ljósheimi Vatnajökuls“.
ā
„Ljósheimur“ er fallegt orð og áhrifameira en öll akademísk litafræði. Ljósheimurinn felur í sér alla birtu og skugga, og alla liti sem auga okkar getur numið. Það er í honum sem veröldin í kringum okkur vaknar til lífsins og teiknast fram, og það er líka í honum sem vitund okkar og tilfinningar vakna og þess vegna skiljum við vel líkinguna í sögu Guðmundar skálds.
Af núlifandi íslenskum listamönnum tefla fáir jafndjarft með litina og Svavar, nema Erla Þórarinsdóttir. Hjá henni lifna ótal litir á striganum en ná þó alltaf að vera í einhverju óskiljanlegu jafnvægi, eins og hjá Svavari og eins og í ljósheimi náttúrunnar sjálfrar. Erla notar líka gjarnan blaðsilfur á myndir sínar, skínandi málm sem tekur í sig birtu og orku umhverfisins og gerir það að verkum að myndirnar breytast í hvert skipti sem maður sér þær, allt eftir birtu og sjónarhorni. Það jafnvægi litanna sem Erla og Svavar fást við er langt frá því að vera einhver lognmolla. Þvert á móti má greina í því sjálfstæða krafta, andstæður, hliðstæður og jafnvel fjarstæður, sem takast á af fullri hörku eins og skákmenn í einvígi sem þrátt fyrir öll átökin endar í jafntefli. Jafnvægið er þrungið orku og getur hvenær sem er sprungið aftur upp í átök og óreiðu.
ā
Hjá Erlu endurspeglar ljósheimurinn líka hinn innri heim og átök litanna endurspegla átökin sem eiga sér stað í sál okkar og líkama. Í okkur býr bæði ljós og myrkur, andstæðir litir og samstæðir, harka og mildi, fegurð og ljótleiki. Það er svo ævistarf okkar að reyna að koma öllu þessu í einhvers konar jafnvægi án þess að tapa við það orkunni, án þess að úr verði tóm lognmolla. Orkustöðvar líkama og sálar eru eins og litir í málverki og það er jafn erfitt að finna í þeim samhljóminn. Gott málverk er eins og góð manneskja.
ā
Erla er alþjóðlegur listamaður, alin upp á Íslandi og í Svíþjóð, heimavön í New York, Amsterdam, Kaupmannahöfn, á Indlandi og í Kína. Í litanotkun hennar má þó skýrast sjá endurspeglast ljósheiminn á Íslandi, tærleika birtunnar, hæð litanna og hita heimskautasólarinnar þegar hún roðar fjöll, vötn og jökla. Í textanum um Svavar spyr Laxness hvað það sé sem maður einsog Svavar tekur með sér þegar hann fer út í heim til að verða listamaður. Það er „eitthvað sem ekki fæst í Kaupmannahöfn og fæst heldur ekki í París: upplifun barndómsins í nágrenni Vatnajökuls ... frásögnin um ljós sem hvergi finnst annars staðar í heiminum“.
ā
Jón Proppé
ā
/
ā
When she woke up, she felt a joy in her soul that was among emotions as the sunset is among colours.
ā
This sentence is from an unpublished short story by Guðmundur Friðjónsson, who was well known in the early 1900s but now largely forgotten. I have also forgotten where in Iceland the woman woke up, but if it was in Hornafjörður, her joy must have been great because there is no place on Earth where the unending spectrum of colours shines as vividly as when the summer sun sets there behind the looming glacier to the north.
ā
Hornafjörður was the childhood home of one of Iceland’s most daring painters. When Svavar Guðnason, in 1935, settled in Copenhagen to study at the art academy, he soon fell in with other young artist the who were inspired, as he was, by surrealism and abstraction. His new friends were astounded by the Icelander’s colourful paintings, and even today, as we look at his paintings, it seems remarkable that all these colours could come together in a single composition. His continental friends ascribed this to fantasy, but when the Nobel laureate Halldór Laxness wrote about his painter friend in 1968 he stated unequivocally that this art “had its realistic origin in the world of light and colour that illuminates the region beneath the glacier”.
ā
“A world of light and colour” is somehow more descriptive than any academic theory of colour can be. It encompasses all light and all shadows, and all the colours that our eye can see. It is in this world of light and colour that our perception and all that we perceive comes to life. It is also where our emotions arise, and that is why we can so easily grasp Guðmundur’s metaphor.
ā
Among living Icelandic artist there are few who use colour as daringly as Svavar did, except Erla Þórarinsdóttir. She fills her canvases with colours and yet keeps them in balance as Svavar did and as nature herself presents them to us. She often applies silver leaf to her painting, a shining metal that absorbs the light and energy of its surroundings, so the paintings look different every time one sees them, all depending on the light and one’s perspective. This harmony or balance of colours, as seen in the paintings of both Svavar and Erla, is not a form of stasis. On the contrary, we see in them an unceasing struggle of forces, a battle that unfolds like a chess game that ends in a draw despite the fierce attacks mounted by both players. This is a balance hard-won and barely contained: It could at any time explode into chaos again.
ā
In Erla’s work, the world of light and colours also mirrors our inner world and the struggles played out in our body and mind. We contain both light and darkness, complementary and clashing colours, density and flux, beauty and ugliness. We spend our lives trying to find a balance between all these forces, without losing their energy. The forces within us – we can think of the Chakras of eastern philosophies – are like the colours of a painting and it is just as hard to keep them in harmony. A good painting is like a good person.
ā
Erla is a cosmopolitan artist, raised in Sweden and Iceland, at home in New York, Amsterdam, Copenhagen, or in India and China. Nonetheless, her use of colour seems to echo most closely the world of light and colours in Iceland: The clarity of the air, the intensity of colours and the warming light of the Arctic sun as it sweeps in a symphony of red, orange and purple across the mountains. At the end of his text, Laxness asks what an artist like Svavar took with him when he travelled from one of the most remote corners of Europe to its metropolitan heart: “The experience of a childhood in the shadow of Europe’s largest glacier ... the tale of a world of light and colour that is nowhere else to be found on Earth.”
ā
Jón Proppé
ASÍ Art Museum Reykjavik 2010
ā
Contemporaneous East and West
ā
Contemporaneous is the title of Erla Þórarinsdóttir’s tripartite exhibition at the ASÍ Art Museum. In the “pit” gallery we see a series of slides projected on the wall, snapshots from the artist’s travels in the great cities of India and China, with shots of Western cities mingled in. On the ground floor we see photographs of geometric forms from Indian sacred architecture. In the upper gallery abstract paintings on canvas keep company with a photograph depicting the Indian Lord Lakulish, an avatar of Shiva and originator of Indian yogic practice.
ā
In essence this exhibition is an encounter between the enduring and abstract on the one hand and the ephemeral and objective on the other; it is also testimony to the encounter between Erla Þórarinsdóttir and her Western background and the East and its culture. It provides an occasion to ponder the difference between the cultural currents and what their mingling can produce.
ā
Perhaps the exhibition can be seen as an expression of two visions, described in Indian philosophy as dharma (the realm of phenomena, of the singular, bound to order and time and also instability ) and Brahman-Nirvana, a concept encompassing the eternal and universal in which singularity and demarcation disappear. Italian philosopher Umberto Galimberti says, “Every dharma rests in Brahman; xlets dharma emerge but does not lose its identity to it. To the extent that Brahman is not dharma it is Nirvana.” Nirvana literally means “what is beyond dharma, what extinguishes every dharma with a single breath.” Brahman-Nirvana means ‘the transcendent Being that pervades and encompasses every dharma’ (Brahman) but also that which supersedes and destroys it with a single breath.
ā
The slide show in the “pit” gallery thus leads us through dharma, down the road of our preoccupation with the singular, concrete, orderly, and unstable, which we classify, analyze, grasp, and command through language and technology. The photographs on the ground floor depict abstract geometric forms from the sacred geometry on which Indian sacred architecture is based. These point on toward the abstract paintings shown in the upper storey, which renounce the world and objectivity. In them the geometric forms seem to have an autonomous life independent of temporal problems, power struggles, or passions, just like Lord Lakulish, who is shown here in his proper context, as the teacher of meditation that exalts the temporal, directing our minds to the Being that came before, is now, and ever will be, independent of the unstable manifestations of the world that the slides displayed. These are paintings that choose silence over discourse, images that invoke being itself rather than its definition or semblance. They point toward Nirvana, the impalpable emptiness of Being.
ā
Is it possible to generalize about the different worldviews and value systems of East and West in an historical context? Umberto Galimberti does so in his Il tramonto dell’Occidente (The Sunset of the Occident), arguing that Hinduism, Buddhism, and Taoism alike guide our minds away from the singular, temporal, and concrete (dharma), with the idea of renouncing the world and materiality in favour of the Being that transcends material and transitory things, whether one calls it Tao or Brahman-Nirvana. Western thought on the other hand appears to pursue an opposite direction: it displays a tendency toward ever-increasing materialism, in which holistic thought yields to demarcation, classification, and analysis of the singular, concrete, and temporal in a struggle for dominion grounded in the “will to power” that Friedrich Nietzsche said was the driving force behind Western history. In this schema Eastern thought points away from the material world and transient passions, toward that Being which is “beyond good and evil,” while Western thought is characterized by a continuous striving for power, possession, and dominance over the world, to subserviate it to a force that is primarily self-seeking and in our era sees Being as yet one more instrument in the struggle to control objects.
ā
The idea of transcendence integral to Nirvana and the Tao differs fundamentally from the transcendent realm of ideas that Plato developed and that was later redefined in the Christian transcendent heavenly realm: The Eastern transcendent is as immanent in the here and now as it is impalpable. Therein lies a paradox of Eastern thought that has perplexed Western logic and traditional philosophy. Galimberti says that Hinduism’s distinction between the mind of the enlightened, the Bodhisattva, and the unenlightened is comparable to the Greeks’ distinction between persons bound up in the outward appearance of objects (doxa) and philosophers who seek to unveil the truth (aletheia). Both groups are presented with the realm of phenomena (dharma) but the former “conceive objects in their isolated manifestations (doxa) without recognizing them as apparition, as the veil of delusion that Maya, mother of Buddha, spreads over all things. The philosophers, by contrast, suffused with being (bodhisattva), conceive dharma as evidence of Brahman-Nirvana, the power that lets dharma occur but also erases it in an instant: Thus the enlightened are not subordinate to things, do not know things by appearance or semblance, nor assign them linguistic names that classify and distinguish through definition. Instead of speech they choose silence; they follow that which avoids all forms of possession, including the possession inherent in the name of a thing.”
ā
This crystallizes, Galimberti says, into a rift between East and West, with the former preoccupied with being and the latter in the grips of a will to power that promotes impetuous and violent domination over objects and the world. In Galimberti’s view the East-West rift dates back to Plato and the subsequent emergence of Christianity, in which the ultimate goal of history is realized on Judgment Day, in a transcendence beyond the present world, not in the here and now.
ā
In Eastern thought consciousness of the eternal is so overpowering that it scarcely leaves room for history as the West later conceived it, as a road to salvation. History is governed by Brahman-Nirvana. Buddha travels through the world without preaching any improvements to it for the benefit of the masses; like Parmenides, Buddha preaches that men should liberate themselves from, not transform, the world. He says, “As the lovely lotus flower is never wetted by water, so shall I never be soiled by the world.”
ā
We can also trace the East-West rift, Galimberti says, through another idea common to both before the rift: people recognized not only the existential distinction between the thing and its being, between dharma and Brahman-Nirvana, but also the immanence of being in the object. The distinction never precluded immanence, as would the Platonic dualism that later became central to Western thought. The transcendent never receded to the point of ceasing to pervade the obvious reality that Being consistently evokes in things. Karl Jaspers, in discussing this indwelling transcendent in his Great Philosophers, finds that the Tao expresses it best: “The Tao, ‘born before heaven and earth’ (25) and older than the heavenly father (4), is not something “other,” absolute, and impalpable but rather present here and now. Although it is impossible to perceive it with our senses, we can grasp the true being that pervades every object.”
ā
Our organs of sense are thus incapable of grasping the Tao, just as science cannot measure ‘nothingness’. As the Tao Te Ching says, “Shape clay into a vessel. It is the space within that makes it useful. Cut doors and windows for a room; it is the holes which make it useful. Therefore profit comes from what is there; usefulness from what is not there” (11). The Taoist understanding of emptiness is thus the non-being that pervades every being. The difference is realized in unity. Transcendence does not preclude immanence. Nothing is impervious to emptiness in its simplicity and fragility: “small as it is in its unformed state, it cannot be grasped” (32). It saturates every object and endures every perishing.
ā
Thus the idea of the Tao seems akin to the idea of life concealing death within itself until life is extinguished and death no longer threatens it.
ā
l In Karl Jaspers’s words, “Dharma is what exists, dharma is a thing, possession, state, content, knowledge of import, subject matter, rule, formation, order, and theorem.” Die Grossen Philosophen,1957.
II Galimberti, Il tramonto dell’Occidente—nella lettura di Heidegger e Jaspers, Opere I-III, Milan, 2005, p. 163
lll Ibid., pp. 164-5.
lV Karl Jaspers, op cit. Lao Tsu, Tao Te Ching, translated by Gia-Fu Feng and Jane English, New York, 1972.
V Translation by Feng and English, ibid.
ā
āÓlafur Gíslason Art Historian
Þýðing/ translation by Sarah Brownsberger
ā
ā
Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir 2004
ā
Corpus lucis sensitivus er sá ljósnæmi líkami sem hefur orðið til úr litardufti, olíu, silfri og tíma. Uppruni hans er í sameiginlegri undirvitund og í óefniskenndum þáttum þess sem gerist innra með okkur. Hann tilheyrir tilveru málverksins og er abstrakt og konkret og vill vera þjóðernislaus. Ég hef leyft honum að koma í ljós með viðveru, treyst á tilveru hans, ýmist þjappað og þétt eða fylgt honum eftir. Líkaminn er viðkvæmur, hann umbreytist í ljósi í tíma og ótíma. Við áhorf bregst hann við.
Erla Þórarinsdóttir
ā
Corpus lucis sensitivus
Erla Þórarinsdóttir hefur þróað með sér eigin stíl í málverki, bæði að formi og áferð. Í stað þess að láta sér liti nægja fór hún að stunda gullgerðarlist á striga - breyta silfri í gull. Eins og gullgerðarmenn endureisnarinnar hvarf hún fyrir nokkrum árum inn í "fornöld" hinna kyrru, stóru og einföldu forma í verkum sínum. Verk hennar mynda því sterka andstæðu við raunveruleika samtímans með öllu því framboði á skjámyndum, helgimyndum, ruslahaugum, skurðgoðum, táknum, fréttamyndum og varningi.
Eftir að hafa dýft mér ofan í myndir Erlu eins og hrafn fram af bjargi og fallið í heilmikinn trans vil ég gera tilraun til að miðla því sem ég sé - bjóða ykkur að bera mína túlkun saman við ykkar. Auðvelt er að greina frá staðreyndum eins og þeirri að Erla hefur síðustu misserin af einhverjum ástæðum málað rautt á veturna, en blátt og hvítt á sumrin. Er út í hött að leita hér skýringa? Myrkrið sé rautt og víddin blá? Auðvelt er að týna sér í orðaflóði þegar myndlist er annars vegar: Hjá Erlu fer vönduð nákvæmnisvinna saman við stóra sýn, úr myndunum má lesa samhygð, æsta kyrrð, konunglegan ofsa, gull og purpura ... en ég vil ekki sjá myndirnar hennar eins og hópur af störrum þegar hægt er að fljúga inn í þær og heyra í þeim sjávarföllin.
List Erlu er að því er ég fæ best séð djúpsæ og alvarleg. Hún afneitar flóknum formum æðri menningar og lífsögu, en heldur sig samt við hinn gamla striga. Hún heldur örlitlu einföldu myndmáli eftir sem nægir þó til að geta sagt skýra sögu, sem verður að stærri sögu þegar myndirnar tala saman. Með því að búa til svo einfalt myndmál hefur Erlu á sinn persónulega hátt tekist að afhugsa áhrif árþúsunda menningar. Í heimi Erlu hafa fáir litir og málmar verið fundir upp, og aðeins einföldustu form. Samt tala myndirnar algjörlega úr samtímanum. Eftir standa listgripir eða himintungl, corpus lucis sensitivus - ljósnæmar “skepnur” sem kalla fram sterk minni úr heimi samvitundar.
Tímabilið er silfuröld, því að á myndunum er silfur sem gengið hefur í samband við ljós og súrefni. Silfur sett á striga á sér eins og lífvera vissan líftíma áður en sortnar að. Loftið gyllir silfrið hægt og rólega, en gangi ferlið alla leið fær það að lokum blakkan lit – eins og silfurskeið. En listamaðurinn hefur vald þess sem skapar og frystir tímann. Þegar hann telur ljósnæmt silfrið hafa náð réttu birtustigi lokar hann myndinni með lakkhimnu. Þetta heitir að fernisera. Þetta hefur einstök áhrif á silfrið en er gert við allar olíumyndir, loftið hættir þá að sleikja þær svo þær ná að lifa í nokkur hundruð ár, þar til ... en þessi sýning er ekki um eyðileggingu eða dvala, heldur lífskraft, kynorku, spennu, fegurð og sköpun.
Á sýningu Erlu í Gerðasafni í Kópavogi 2001 ríkti algerlega hófstillt kyrrð eins og í egypsku grafhýsi, bæði í formum og litum, enda hafði hún þá misst sína nánustu. Sú sýning var sem nótt en þessi sýning er sem dagur, því sterkir litir ríkja nú, líf, sköpun og átök. Erla leitar enn samnefnara sem er einfaldur og miðlægur. Leiðin liggur "út úr almanakinu", ekki aftur til þeirrar eilífðar sem ríkir í grafhýsum Egyptalands, heldur út og inn í eilífð sköpunarinnar. Erla beinir okkur í tvær gagnstæðar áttir sem ríma saman, út í kosmískar víddir og inn í blóðheim okkar sjálfra. Á sýningunni vaknar stjarnfræðileg vitund eins og ferðast sé meðal himintungla. Hér er fengist við hjartslátt sköpunar, jafnt jarðarinnar og lífverunnar, einskonar kjarna allrar tilveru. Hér gefur það að líta sem fleiri "geimverur" en mennirnir kannast við ... Er blóð dýra ekki rautt eins og óstorknað hraun um heima alla? Er ekki silfur að finna um alheiminn þar sem líf hefur kviknað, rétt eins og ljós, hita, loft, kulda, liti og hin ýmsu efnasambönd eðlisfræðinnar?
Í stóru formunum í myndum Erlu er enn viss festa, en flæði mikilla efnaferla brjótast um innra með þeim og springa út úr sumum myndunum. Goðin hafa vaknað og tekið til starfa. Sé þetta okkar jörð erum við komin billjónir ára aftur í tímann, jörðin er svo heit að kvikuflóðið er ekki enn bundið í æðum neðanjarðar. Málmur og eldur búa innra með okkur sjálfum sem í himintunglunum, enda er af þessum sömu myndum blóðlykt svo að “blóðveruleikinn” innra með oss vaknar með sinn ofsa. Blóðið hefur runnið úr farvegi sínum og mikil slátrun átt sér stað. Samt er þessi magnaða birta í myndunum og gljáandi fegurð. Blóð vísar ekki bara til sára og dauða - það fylgir sköpum konunnar og öðru viðhaldi svo sem fæðingu, kjötáti, trúarbrögðum. Ekkert líf er án sársauka og fegurðar, þetta tvennt helst í hendur, við erum rækilega minnt á það í rauðu myndunum. Sýningin stillist síðan niður og róast - sem betur fer - við tvö blá málverk sem mynda andstæðu við rauðu myndirnar. Þau sitja í einskonar englalíki á ystu mörkum sólkerfisins og minna á kulda, jafnvægi og fjarlægð. Lognið í myndunum Gabríel og Faðmur lofar hvíld og friði eftir þá blóðsúthellingu sem lífið er, eða í hléum á meðan það stendur yfir.
Ég hef sokkið svo djúpt inn í tímaleysi mynda Erlu í tilraun minni til að skýra þær, að þegar ég ranka við mér er tilvistin með allt sitt tímatal ekki lengur eins þrúgandi. List eins og þessi sem afhugsar of flókna tilvist og leitar að nýjum samnefnara vekur von. Það sama er verið að gera í tækni, fræðum og listum ... að leita framtíðar. Ávinningar mannkyns í samskiptum vekja upp tilfinningu fyrir núinu sem fornöld framtíðarinnar: Mannkyn sem var klofið niður í ótal menningarkima er að læra að tala saman upp á nýtt. Kvikmyndir, tónlist og myndlist leika hér stór hlutverk. Það sem virkar best er djúpt og sterkt í einfaldleika sínum, eins og myndir Erlu, því það týnist svo margt í þýðingu og veröldin er víst fyrir alla.
Heimurinn horfir þessa dagana á blóðfórn síðustu tvö þúsund ára á hvíta tjaldinu í útfærslu Mel Gibbsons. Erla setur hér í sýningunni upp sitt eigið tilbrigði við páskastef hins eilífa lífs sem er eins og rauð sprengja. Allt hreinsast í "blóðflóði" og verður nýtt að vori. Sjálft vorið heitir "sprengja" á ensku, þessi orð eru af sama stofni, fyrir okkur blóðverurnar hefur vorið óralengi verið trúarlegt tilefni fórnar og blóðs. Með því að bera saman þessi tvö páskastef - það gamla hans Gibbsons og Erlu - verður ljóst hvað menningin er orðin óræð. Í útfærslu Erlu felst frelsi og táknmál sem hentar öllum, hér eru engir flóknir menningarbundir táknlyklar. Þó lesa megi úr sýningunni trúarstef sem minna á passíu - leiðina frá blóði til engils - er það eina sem hún nefnir eldra en kristni, svo sem engillinn, hvað þá blóð ...
Hugleiðing hennar ber djúpan boðskap ef grannt er skoðað, og er þægilega laus við allt "tvö þúsund og ...". Við þurfum að geta skynjað og túlkað það sem skiptir öllu máli á nýjan hátt.
Segja má mikið þótt sparlega sé farið með myndmálið.
Bara fara inn í myndirnar krakkar ...
ā
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir Sagnfræðingur og rithöfundur
Timings 2002
ā
When looking at Erla Thorarinsdottir´s sumptuous works one is immediately struck by their Tantric aspect, intense pigmented colour and silvery ground. They emanate a strong ritualistic radiance with their simple, yet very precise shapes which recall the outlines of emblems grounded in spiritual mysticism. As she has pointed out her paintings are rooted in the ambivalent cross-current of space and time. This means that she regards her two-dimensional works as potential representations of three-dimensional space akin to isometric designs of architectural models.
ā
Erla´s use of such transient and sensitive material as leaves of silver is based on astrological and temporal premise in relation to planetary and spatial measurements. Therefore seasonal preparation is an essential part of her practice. Her use of silver is perfectly related to the course of earth’s argentine satellite, which explains the strobic effect produced by her series when lined on the wall. What looks emblematic could also be perceived as the successive flash of lunar trajectory. When concentrated the silvery discs and crescents form a united body held together by soft female-like contours.
ā
Hence Erla´s paintings can be seen as an attempt to break out of the two-dimensional impasse to which painting has been confined ever since Duchamp revealed his dissatisfaction with its limits. But instead of discarding the canvas as obsolete she tries to reinvigorate it by reminding us that painting - as Philip Guston put it two years before his death - "...painting is not on a surface, but on a plane which is imagined...There is Leonardo da Vinci´s famous statement that painting is the thing of the mind. It is not there physically at all." It is this anti-literal position which makes Erla´s works so curious and interesting.
ā
āHalldór Björn Runolfsson Art historian and former director of the National Gallery in Iceland
ā